Guðrún Arndís Tryggvadóttir: Vakning

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar sýninguna Vakning í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni, föstudaginn 30. apríl kl 17:00 en síðasti sýningardagur er laugardagurinn 5. júní. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 12:00 til 18:00 og á laugardögum frá kl. 13:00 til 16:00.

Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir.

Vakning er breyting á ástandi og þar með tákn fyrir ákveðinn drifkraft. Sýningin Vakning er sambland af skrásettum ómeðvituðum atvikum úr draumsvefni og heildrænni innsetningu, sem unnin er af meðvitaðri gaumgæfni. Drifkraftur og einbeiting Guðrúnar hefur getið af sér fjölbreytt skissusafn drauma. Í meðförum hennar getur safnið síðar meir orðið vakning eða hvati að hinum ólíklegustu listaverkum auk þess að dýpka skilning hennar sjálfrar á sér og tilfinningum sínum. Hér á sýningunni Vakning hefur hún gert safnið að efnivið í eina allsherjar innsetningu, eitt staðbundið listaverk, þar sem áhorfendum er boðið að ganga inn í draumheim hennar. Hver veit nema þannig verði draumskissurnar vakning, eða hvati, fyrir gesti til þess að leita að einstökum táknum til túlkunar eða að heildaryfirbragð sýningarinnar veki fleiri stig vakningar. En fyrst og fremst er hér á ferð áhugaverð sýning sem vert er að njóta.

Meira á tryggvadottir.com

Sýningartími

30.04.2021 - 05.06.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Listasafn Ísafjarðar

Staðsetning

Listasafn Ísafjarðar
Safnahúsið Eyrartúni, 400 Ísafjörður
Vefsíða
https://www.safnis.is
Viðburður á Facebook