Gunnar Pétursson: Í ljósmálinu

Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.

Sýningin í Myndasal Þjóðminjasafnsins byggir á rannsókn Steinars Arnar Erlusonar en í tengslum við sýninguna verður gefin út bók hans um Gunnar Pétursson og ljósmyndun hans. Steinar Örn gegndi rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn árið 2018-2019.

Sýningartími

18.01.2020 - 30.08.2020
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Heimasíða Þjóðminjasafnsins
Þjóðminjasafn Íslands

Staðsetning

Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgata 41
Vefsíða
http://www.thjodminjasafn.is
Heimasíða Þjóðminjasafnsins

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *