Hreinn Friðfinnsson and Sólon Guðmundsson: Ferocious Glitter II

Þessi áttunda sýning í Ferocious Glitter röðinni – og sú þriðja á þessu ári – kannar tengslin milli listamannsins Hreins Friðfinnssonar og Ísfirðingsins Sólons Guðmundssonar (1860-1931). Þórbergur Þórðarson lýsir Sóloni sem aðalsmanni í bók sinni Íslenskum aðli. Sólon bjó í Slunkaríki og eftri árum byggði hann sér annað hús sem var úthverft. Hann setti veggfóður á veggi hússins úti og útskýrði þannig: ,,Veggfóður er til skrauts, elska, og þess vegan sjálfsagt að hafa það þar, sem flestir hafa gaman af því.’’ Árið 1974 gerði Hreinn Friðfinnsson skúlptúr með tilvísun í Slunkaríki Sólons sem var lítið hús á afviknum stað, veggfóður að utan og bárujárn að innan. Fyrir Hreini þýddi þessi umsnúningur að allur heimurinn væri nú inni í húsinu. Hreinn gerði síðan annað hús fyrir franskan skúlptúrgarð árið 2008 og sneri þá húsinu aftur við og hafði bárujárnið að utan. Þriðja og fjórða húsið voru búin til 2011 og 2017, í þeim eru veggir og innréttingar horfnar, húsið geymir ekki lengur heiminn.

Á sýningunni er ljósmyndir af húsi Sólons og vatnslitamyndir sem gerðar hafa verið af því. Einnig er líkan af húsaskúlptúr Hreins og ljósmyndir af öllum fjórum húsunum.

Samstarfsaðilar: Hreinn Friðfinnsson Studio, i8 Reykjavik, Pétur Arason & Ragna Róbertsdóttir, Íslandsbanki og Myndlistarfélagið á Ísafirði – Ferocious Glitter II er styrkt af Myndlistarsjóði – Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja starfsemi Úthverfu / Outvert Art Space.

Sýningarstjóri:
Gavin Morrison

Sýningartími

27.06.2020 - 12.07.2020
Expired!

Time

All Day

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Gallerí Úthverfa

Staðsetning

Gallerí Úthverfa
Aðalstræti 22, Ísafjörður
Vefsíða
https://www.facebook.com/Galler%C3%AD-%C3%9Athverfa-Outvert-Art-Space-1381857325393951/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *