Hulda Rós Guðnadóttir: WERK – Labor Move

Í stórri innsetningu í A-sal Hafnarhúss beinir Hulda Rós sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum. 

Hulda Rós er myndlistarmaður með bakgrunn í gagnvirkri hönnun  og mannfræði. Fyrir utan það að leggja stund á myndlist hefur hún gert heimildarmyndir og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Í verkum sínum hefur Hulda Rós beint sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum. Á sýningunni í Hafnarhúsi  er fjallað um það hvernig afkoma okkar er háð sjávarútvegi og það hvernig virðiskeðja vinnuafls og myndunar auðs riðlast í hnattvæddu samfélagi nútímans. Hún hefur notað ýmsa miðla til að bregða ljósi á hulda hlekki í kapítalískri virðiskeðju.

Hulda Rós (f. 1973) er með BA próf í mannfræði með áherslu á sjónræna mannfræði frá Háskóla Íslands, BA próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í hönnun fyrir gagnvirka miðla frá Middlesex í Bretlandi. Hulda Rós hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis, hlotið margvísleg verðlaun fyrir verk sín en nýlega bar hún sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk við höfnina í Reykjavík auk þess sem hún hlaut styrk úr listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur árið 2019. Hulda Rós býr og starfar í Berlín í Þýskalandi.

Sýningarstjóri: Birta Guðjónsdóttir

Sýningartími

04.02.2021 - 09.05.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Sjá hér
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið

Staðsetning

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://listasafnreykjavikur.is/
Sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *