Íslensk grafík – Afmælissýning

Félagið íslensk grafík fagnar nú 50 ára afmæli og í tilefni þess verður opnuð sýning á verkum 46 félagsmanna í Norræna húsinu laugardaginn 16. maí 2020 – 9. ágúst 2020 og er aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 9. ágúst 2020 og er aðgangur ókeypis. Opnunartími Norræna hússins er þri-sun 10-17. Lokað á mánudögum.

Á meðal listaverka sýningarinnar eru verk heiðursfélaga Íslenskrar Grafíkur. Verkin eru unnin með ýmsum aðferðum grafíklistarinnar og er sýningunni ætlað að fagna starfsemi félagsins og þeirri breidd í aðferðum og tækni sem félagsmenn hafa unnið með á löngum og farsælum starfstíma félagsins.

Á efri hæð hússins verður hægt að fá lánaða myndlist í Artoteki Norræna hússins, prufa aðferðir grafíklistamanna í ókeypis vinnustofu og kaupa góðar veitingar á MATR.

Mynd í banner er samsett af verki Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019) Óskasteinar frá árinu 1986 og lógói félagsins eftir Jón Engilberts (1908-1972) frá árinu 1970.

Norræna húsið fylgir tilmælum um 50 manna fjöldatakmörkun og biður fólk að virða tveggja metra regluna.

Sýningarstjóri:
Birta Guðjónsdóttir.

Sýningartími

16.05.2020 - 09.08.2020
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Norræna húsið í Reykjavík

Staðsetning

Norræna húsið í Reykjavík
Sæmundargata 11, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://nordichouse.is/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *