Kristín K.Þ. Thoroddsen: Málverk og Ljósmyndir

Kristín Katrín Þórðardóttir Thoroddsen (1885-1959) ólst upp í Reykjavík og fékk þar tilsögn í tónlist og myndlist eins og títt var um dætur efri stéttar Reykvíkinga á þessum tíma. Hún hélt til Edinborgar 1904 í myndlistanám. Á fimmta áratug 20. aldar tók Kristín upp þráðinn að nýju er hún dvaldist í New York og stundaði þar myndlist hjá Art Student´s League. 

Kristín bjó á Akureyri 1907-1932 ásamt manni sínum Steingrími Matthíassyni héraðslækni og börnum þeirra. Þau slitu samvistum 1932 og hélt Kristín ásamt yngstu dóttur sinni, sem þá var 11 ára, til Indlands til að starfa fyrir Alþjóðamiðstöð Guðspekihreyfingarinnar í höfuðstöðvum hennar í Adyar.

Kristín færði Akureyrarkirkju tvö málverk að gjöf árið 1942 sem síðan þá eiga sinn sess í skipi kirkjunnar. Bera verkin skýrt vitni um faglega skólun í myndlist. Hún átti um margt sérstæðan feril og var vel heima í framsæknum hugmyndum síns samtíma. Verk Kristínar hafa ekki áður verið sýnd opinberlega, fyrir utan málverkin tvö í kirkjunni. Á sýningunni má sjá valin málverk ásamt ljósmyndum frá ferð hennar til Austurlanda.

Hrafnhildur Schram listfræðingur, Helga Kress bókmenntafræðingur og dr. Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur skrifa texta í sýningarskrá.

Sýningarstjóri: Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður.

Sýningartími

05.12.2020 - 16.05.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Sjá hér
Listasafn Akureyrar

Staðsetning

Listasafn Akureyrar
Kaupvangsstræti 8-12, 600 Akureyri
Vefsíða
http://www.listak.is/is/
Sjá hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *