Röð og regla: Skissa að íslenskri samtímalistasögu [IV]

Óhlutbundin myndlist, abstraktlist, skiptist í ótal kvíslir og þar er hlutur mínimalisma mikill. Upphafið má rekja til bandarískra listamanna á 7. áratugnum og áhrifanna gætti fljótlega hér á landi. Alla tíð síðan og enn í dag halda listamenn áfram að skapa verk í þessum anda. Grunnstef mínimalisma eru að verk vísi ekki annað en í eigin veruleika, að þau séu sjálfum sér nóg. Listamenn setja sem dæmi fram reglu sem verkið er unnið eftir, efniviðurinn nýtur sín, einfaldleiki og formfesta eru ríkjandi.    

Sýningin er fjórða skissan að íslenskri samtímalistasögu sem byggist á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Valin eru saman verk og sett í þematískt samhengi í tilraun til að endurspegla listasöguna jafnóðum. Á fyrri sýningum í sýningaröðinni hafa verið valin saman verk listamanna sem fjalla um efni, lit og tilvist mannsins. 

Við innkaup listaverka í safnið á sér stað val sem endurspeglar fjölbreytileika listsköpunar hverju sinni. Hér er reynt að greina nánar áherslurnar sem er að finna í deiglu samtímans. Hvað einkennir íslenska myndlist? Hver eru viðfangsefni listamanna, aðferðir, efni og áskoranir?

Sýningartími

16.01.2020 - 12.07.2020
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið

Staðsetning

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://listasafnreykjavikur.is/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *