Rúllandi snjóbolti 13

Rúllandi snjóbolti er samtímalistasýning sem haldin er á sumrin í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína.

Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda. Stofnunin hefur í gegnum árin kynnt bandaríska, kanadíska, ástralska og íslenska listamenn í Kína. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska listaheiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína.

Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur, sem haldið var sumarið 2014, var fyrsta sýningin sem CEAC skipuleggur utan Kína.

Verkefnið Rúllandi snjóbolti er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða listasýninguna sjálfa (Rúllandi snjóbolta) sem sett er upp í hvítum teningi, byggðum inni í fyrrverandi bræðsluhúsnæði Djúpavogs. Hins vegar dvelja listamenn á vegum CEAC á Djúpavogi að sumarlagi og starfa að listsköpun sinni.

Sýningartími

11.07.2020 - 30.08.2020
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Read More
Bræðslan

Staðsetning

Bræðslan
Djúpavogi
REGISTER

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *