Safnasafnið 25 ára

Í ár verða 25 ár síðan Safnasafnið var stofnað (1995) af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur. Af því tilefni verður sýnt fjölbreytt úrval úr safneigninni með léttri og leikandi flæði milli sala og hæða. Gróður leikur stórt hlutverk í sýningunum en einnig letur, umhverfismál, huldufólk, barnslegt hugarfar, kjarnar, innsæi og fagurfræði. Kynnt eru verk eftir um 150 þekkta sem óþekkta höfunda til að flagga fjölbreytileika safneignarinnar.

Í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík / Reykjavik Arts Festival opnar einnig samsýningin; Gróður jarðar og hugarflugs. Á sýningunni hefur sýningarstjórinn, Níels Hafstein, skapað töfragarð sem veitir gestum safnsins margslungna upplifun en verk eftir 101 listamaðann eru á sýningunni.
Safnið er opið alla daga frá klukkan 10 – 17 fram til 13. september.

Tags:

Sýningartími

06.06.2020 - 13.09.2020
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Safnasafnið

Staðsetning

Safnasafnið
Svalbarðsströnd, 601 Akureyri
Vefsíða
https://www.safnasafnid.is/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *