Sigga Björg Sigurðardóttir: Stanslaus titringur

Fösudagskvöldið 30. apríl opnar Sigga Björg Sigurðardóttir sýninguna Stanslaus titringur / Constant Vibration í Kaktus.

Sigga Björg útskrifaðist úr Myndlistadeild LHÍ árið 2001. Eftir útskrift fluttist hún til Glasgow í Skotlandi þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim.

Sigga Björg ritskoðar sig ekki heldur teiknar alla daga og í vægðarlausu vinnuferli sínu koma fram karakterar sem sýna oft mannlega hegðun og tilfinningar í sínu frumstæðasta og villtasta formi.
Á þennan hátt kannar hún þá þunnu línu og oft óljósu mörk sem liggja milli mannlegs og dýrslegs eðlis.

Sýningin hefst með opun föstudagskvöldið 30. apríl klukkan 20:00
en einnig er opið:
laugardaginn 1. maí 12:00 – 17:00
sunnudaginn 2. maí 10:00 – 14:00

Sýningartími

30.04.2021 - 02.05.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Kaktus

Staðsetning

Kaktus
Strandgata 11b, 600 Akureyri, Iceland
Vefsíða
https://www.kaktusdidsomeart.com
Viðburður á Facebook