Sigurlaug Gísladóttir: Sub Arc

Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir betur þekkt sem Mr. Silla opnar sýninguna SUB ARC í Gallerý Port á Laugarvegi, laugardaginn 8. apríl.

Á sýningunni SUB ARC má sjá röð málverka sem hún hefur unnið að undanfarið ár, í Berlín, Aþenu og Reykjavík. Sigurlaug hefur einstakt næmi fyrir jafnvægi í litasamsetningum og myndbyggingu, líkt og sjá má í tónlistarmyndböndum sem hún hefur unnið að.

Óræð rými verka sýningarinnar verða til í flæði listamannsins þar sem hver flötur ákvarðar næsta og svo framvegis þar til einskonar borgarlandslag hefur myndast. Í verkunum leitast Sigurlaug eftir því að fanga arkitektúr undirmeðvitundarinnar og skapar með því sögusvið eða sviðsmynd drauma, minninga og hugmynda.

Listaháskóla Íslands árið 2009. Hún starfar sem tónlistarkona undir nafninu Mr. Silla og vinnur auk þess að verkefnum í hönnun, myndbandagerð og förðun. SUB ARC er fyrsta einkasýning Sigurlaugar.

Sýningartími

10.04.2021 - 22.04.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Gallerí Port

Staðsetning

Gallerí Port
Laugavegur 23b, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://www.facebook.com/galleryport/
Viðburður á Facebook