Sindri Leifsson: Þvottabjörn

Sindri Leifsson opnar sýninguna Þvottabjörn í Gallery Port á Laugavegi 23b. Opnun fer fram Laugardaginn 8. maí kl. 14:00 – 18:00 og stendur sýningin opin miðvikudag til sunnudags kl. 12-18 til 18. maí.Verkin eru að stórum hluta unnin upp úr efnivið sem orðið hefur á vegi listamannsins á ferð sinni um borgina undanfarin ár. Fer hann gjarnan um eins og þvottabjörn í leit að æti sem snertir hluti með áfergju til að skilja fenginn betur. Nýfelld garðtré, afgangs eikarplankar og furutré úr grisjun skógræktar á borgarmörkunum. Á sýningunni er sjónum beint að áferðum og snertanleika. Fyrirframgefnum forsendum efniviðarins er gert hátt undir höfði með aðferðum skúlptúrs þó að á sýningunni leynast einnig lágmyndir og sitthvað fleira.Sindri Leifsson vekur upp spurningar um alræði vinnunnar og afurðanna sem til verða með áherslu á ferlið sjálft. Sindri Leifsson lauk MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi og haldið einka- og samsýningar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. 

Sýningartími

08. - 18.05.2021
Expired!

Frekari upplýsingar

Read More
Gallerí Port

Staðsetning

Gallerí Port
Laugavegur 23b, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://www.facebook.com/galleryport/
Read More