Sol LeWitt

Listasafn Reykjavíkur kynnir með mikilli gleði Sol LeWitt, fyrstu yfirlitssýninguna á verkum bandaríska hugmyndalistamannsins Sol LeWitt (Hartford 1928 – New York 2007) á Íslandi og þá fyrstu á Norðurlöndunum í yfir áratug. Sýningin spannar þrjátíu ár á ferli LeWitts og inniheldur mikilvægar veggteikningar og dægurlist frá því snemma á ferlinum, auk síðari verka, þar á meðal nokkurra sem sýna markverðar umbreytingar á ferli LeWitts á níunda og tíunda áratugnum.

LeWitt er talinn einn helsti forvígismaður hugmyndalistarinnar, alþjóðlegrar hreyfingar sem hófst á sjöunda áratugnum. Í andríkum texta sínum, „Paragraphs on Conceptual Art“ (1967), skrifaði hann: „Þegar listamaður skapar hugmyndalist, er hugmyndin eða hugtakið mikilvægasti hluti verksins.“ Í hugmyndalist LeWitts eru allar ákvarðanir og skipulag listaverksins fyrirfram ákveðið og „hugmyndin verður að vél sem býr til verkið.“ List LeWitts hafði áhrif um allan heim, fyrstu sýningar hans á Norðurlöndum voru haldnar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á áttunda áratugnum. Sol LeWitt er einn mikilvægasti listamaður 20. og 21. aldarinnar og verk hans hafa enn áhrif á kynslóðir listamanna.

Listaverk LeWitts eru í eigu hundruða listasafna um allan heim. Glæsilegar sýningar á verkum hans hafa verið haldnar í Nýlistasafninu í New York (1978), Stedilijk-safninu í Amsterdam (1984), Nýlistasafninu í San Francisco (2000), Nútímalistasafninu í Chicago (1979, 2000), Whitney-listasafninu (2000), Dia:Beacon (2006), Pompidou-Metz listamiðstöðinni (2011), M-Museum í Leuven (2011), Botín stofnuninni í Santander á Spáni (2015) og Carriero stofnuninni í Mílanó (2017). Yfirlitssýningin Sol LeWitt: Veggteikningar, með yfir 100 veggteikningum, verður uppi í Nútímalistasafninu í Massachusetts þar til 2043.

Sýningarstjóri Sol LeWitt er Lindsay Aveilhé, ritstjóri Sol LeWitt Raisonné veggteikningalistans.

Að setja upp sýningu sem þessa er flókið og viðamikið verkefni. Fimm teiknarar komu frá stúdíói Sol LeWitt og stýrðu og unnu að gerð sýningarinnar.

Teiknararnir eru Andrew Clifton Colbert, John H. Hogan, Nicolai Radosavov, Remi Jean A Verstraete og Roland Curtis Lusk.

Að auki unnu að uppsetningu sýningarinnar þau Adrian Crawley, Agnes Hlynsdóttir, Andrea Helgadóttir, Anni Pöysti, Galadriel Gonzales, Hlynur Steinsson, Ida Albertina Tevajaervi, Jasper Bock, Lani Yamamoto, Melanie Waha, Melissa Poutsalo, Mirjam Maeekalle, Niels William Thiemer Rasmussen, Robert Zadorozny, Rosa Áfriva Navarro Martínez, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, Samuel Anfray, Sigríður Stella Gunnarsdóttir, Steinn Logi Björnsson og Zsóka Leposa.

Sýningartími

13.02.2020 - 19.07.2020
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið

Staðsetning

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://listasafnreykjavikur.is/
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *