Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir: Ummerki

UMMERKI
Í verkinu Ummerki kannar Svanhildur Gréta eigið rúmmál, rýmið sem geymir allt sem hún er. Hvar sem við drepum niður fæti skiljum við eftir okkur ummerki sem vara lengur en við sjálf. Rannsóknir hafa leitt í ljós að við berum sögu og áföll fyrri kynslóða í erfðaefnum okkar. Líkaminn ber þennan arf en ummerki hans birtast í formi gjörða okkar og hugsana.

Verkið samanstendur af ljósmyndum, innsetningu og ferðalagi höfundar í leit að innihaldi sínu. Innblásin af gjörningalist kvenna og íslenskra myndlistarmanna frá áttunda áratugnum, tekur Svanhildur Gréta pláss í rýminu með því að skilja sjálfa sig eftir í þremur plastbrúsum og leikur sér þannig með samspili hins efnislega og hins andlega.

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður. Hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í ársbyrjun 2021. Svanhildur nýtir myndavélina sem listmiðil og með ljósmyndinni tekst hún á við persónuleg og samfélagsleg málefni. Með bakgrunn í fjölmiðlun er þörfin til að miðla sögum, upplifunum og fortíðinni það sem drífur hana áfram í sinni listsköpun.

Sýningartími

26.03.2021 - 15.05.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Ásmundarsalur

Staðsetning

Ásmundarsalur
Freyjugata 41, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://www.asmundarsalur.is
Viðburður á Facebook