Þórarinn Ingi Jónsson – Dauðar myndir

Laugardaginn 4. júlí kl. 16:00 opnar Þórarinn Ingi Jónsson sýninguna Dauðar myndir í Gallery Port.

Grunnhugmyndin að myndaröðinni sýnir tilraunir listamanns til að fanga í einn ramma klisjur hryllingsmynda en þær hafa alla tíð verið í sérstöku uppáhaldi hjá höfundi. Myndræn útfærsla hvers ramma heldur áhorfanda spenntum og í lausu lofti. Innan hvers ramma má sjá eins konar frosin augnablik þar sem ímyndunarafl áhorfandans um hvað hefur gerst og hvað muni gerast í framhaldinu, leikur lausum hala í hugskotinu.

Myndflöturinn er flattur út um leið og óræð sagan er sögð. Óskildum hlutum sem í raun stangast á er raðað saman til að mynda spennu, valda óöryggi og setja fram spurningar. Verkin eru í grunninn innblásin af verkum Giorgio de Chirico og David Hockney þar sem draumurinn er veruleiki og veruleikinn draumur. Þau eru líka innblásin af því ástandi sem ríkir í nútímasamfélagi kvíðans.

Martraðarkenndar myndir þar sem tekist er á við sammannlegan ótta við það sem leynist handan við hornið.

Sýningartími

04.07.2020 - 16.07.2020
Expired!

Time

All Day

Frekari upplýsingar

Read More
Gallerí Port

Staðsetning

Gallerí Port
Laugavegur 23b, 101 Reykjavík
Vefsíða
https://www.facebook.com/galleryport/
REGISTER

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *