Tíðarandi – samtímaverk úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar

Sýningin samanstendur af fjölbreyttum verkum úr safni læknisins og listaverkasafnarans Skúla Gunnlaugssonar og eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á síðastliðnum áratug. Listamennirnir á sýningunni tilheyra yngri kynslóð listamanna og hafa verið áberandi í íslensku myndlistarlífi undanfarin ár. Samband listamanns við menningu og anda síns tíma
er útgangspunktur sýningarinnar Tíðarandi og skoðað verður hvernig lesa má þjóðfélagslegar hræringar í gegnum listir.

Sýningin Tíðarandi kallast á við sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu – stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ sem sett var upp í Listasafni Árnesinga fyrir nákvæmlega einu ári síðan. Sýningarnar eiga það sameiginlegt að miðla verkum úr safni einkasafnara sem tilheyra sitthvorri kynslóðinni og má segja að verkin á sýningunum varpi ljósi á tíðaranda tveggja tíma. Listaverkasafnararnir Ragnar og Skúli eiga báðir ættir sínar að rekja til Árnessýslu og hafa átt stóran þátt í því að kynna og kenna þjóðinni að meta íslenska myndlist.

Sýningarstjóri:
Vigdís Rún Jónsdóttir

Listamenn:
Anna Hrund Másdóttir | Anna Rún Tryggvadóttir | Arna Óttarsdóttir | Auður Lóa Guðnadóttir | Auður Ómarsdóttir | Árni Erlingsson | Ásdís Sif Gunnarsdóttir | Ásgeir Skúlason | Áslaug Íris Friðjónsdóttir | Baldvin Einarsson | Davíð Örn Halldórsson | Egill Sæbjörnsson | Elín Hansdóttir | Emma Heiðarsdóttir | Fritz Hendrik IV | Gabríela Friðriksdóttir | Georg Óskar | Guðmundur Thoroddsen | Halldór Ragnarsson | Helga Páley Friðjónsdóttir | Helgi Þórsson | Hildigunnur Birgisdóttir | Hulda Vilhjálmsdóttir I Ingibjörg Sigurjónsdóttir | Ingunn Fjóla IngÞórsdóttir | Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir | Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir | Kristín Karólína Helgadóttir | Kristín Morthens | Leifur Ýmir Eyjólfsson | Libia Castro | Lilja Birgisdóttir | Loji Höskuldsson | Magnús Helgason | Margrét Bjarnadóttir | Margrét Blöndal | Matthías R. Sigurðsson | Ólafur Ólafsson | Ragnar Kjartansson | Ragnar Þórisson | Rakel McMahon | Sara Riel | Sigurður Atli Sigurðsson | Sindri Leifsson | Sirra Sigrún Sigurðardóttir | Skarphéðinn Bergþóruson | Snorri Ásmundsson | Steingrímur Gauti Ingólfsson | Sunneva Ása Weisshappel | Una Björg Magnúsdóttir | Þorvaldur Jónssson | Þór Sigurþórsson | Þórdís Aðalsteinsdóttir | Þórdís Erla Zoëga | Þrándur Þórarinsson

Sýningartími

13.06.2020 - 06.09.2020
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Listasafn Árnesinga

Staðsetning

Listasafn Árnesinga
Austurmörk 21, 810 Hveragerði
Vefsíða
https://listasafnarnesinga.is
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *