Una Björg Magnúsdóttir: Hæg Sena

Verið hjartanlega velkomin á opnun Y gallery á Olís bensínstöðinni í Hamraborg. Y er rekið af Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurði Atla Sigurðssyni. Rýmið opnar með sýningunni Hæg sena eftir listakonuna Unu Björg Magnúsdóttur sem nýverið hlaut hvatningarverðlaun íslensku myndlistarverðlaunana.

Verk sýningarinnar skoða hvernig við nálgumst myndmál eftir því í hvaða form það er sett. Skúlptúrar sýningarinnar sýna einfaldar myndir af hverfulum augnablikum í útskornum stólbríkum sem í hefðbundnu samhengi eru skreyttar trúarlegum táknmyndum eða dýrlingum. Verkin velta upp þeirri spurningu hvort að hefðir handverksins hafi mátt til þess að upphefja og færa merkingu og vigt í hversdagsleg augnablik sem verða til og hverfa á svipstundu, án þess að nokkur taki eftir þeim.

Una Björg Magnúsdóttir (f.1990) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss. Una Björg hefur tekið þátt í sýningum erlendis og hér heima, af nýlegum sýningum hennar má nefna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund í Listasafni Reykjavíkur, Þegar allt kemur til alls í Gerðarsafni, Royal#1 í Royal-verksmiðjunni á Nýlendugötu 21 og Hátt og lágt í Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn.

Y gallery er styrkt af Olís, Kópavogsbæ og Borg Brugghús.

Sýningartími

05.06.2021 - 05.07.2021
Ongoing...

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Y Gallerí

Staðsetning

Y Gallerí
Hambraborg 12, 200 Kópavogur
Vefsíða
https://www.facebook.com/Ygalleryofficial
Viðburður á Facebook