Vitni

Náttúra Íslands er ekki lengur ein. Hingað eru komnir gestir til að verða vitni að því þegar fossarnir falla, jöklarnir skríða og brimið sverfur strönd. Hverjir eru þessir gestir og hvað dregur þá hingað um óravegu? Fólkið sem sækir okkur heim köllum við ýmist gesti, ferðamenn eða túrista; hvert orð skapar ákveðna afstöðu gagnvart fólkinu sem hingað kemur og því nýja verkefni okkar að taka á móti þessum fjölda fólks. Gestirnir koma til að upplifa óbeislaða náttúruna og tengjast sjálfum sér um leið, enda er maðurinn órjúfanlegur hluti af náttúrunni. Ef til vill tökum við því persónulega að gesturinn sé fyrst og fremst kominn til að hitta sjálfan sig en ekki okkur?

Á sýningu sinni stígur ljósmyndarinn Christopher Lund skrefið í átt til þeirra sem heimsækja Ísland og rýfur þann ósýnilega múr sem virðist vera á milli gesta og heimafólks.

Christopher Lund ólst upp í heimi ljósmyndunar og hefur á ferli sínum myndað fólk, viðburði, landslag og arkitektúr. Hann hefur ferðast um allt Ísland og fangað landið í ólíkum aðstæðum.

Sýningartími

06.06.2020 - 13.09.2020
Expired!

Frekari upplýsingar

Viðburður á Facebook
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Staðsetning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð 101 Reykjavík
Vefsíða
https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur
Viðburður á Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *