Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum

13 október, 20225 febrúar, 2023

Hver eru þau viðfangsefni, sögur og áskoranir sem listamenn í hánorðri eiga sammerkt, í ljósi þeirra breytinga sem eiga sér nú stað í þessum heimshluta?

Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðvesturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu. Listamenn eru landkönnuðir nútímans, þeir rannsaka áleitin efni og nýta sér tilfinningaleg áhrif listar og frásagnarmöguleika hennar sem hvata til breytinga. Loftslags- og umhverfisbreytingar, auk sársaukafullrar sögu nýlenduvæðingar innfæddra þjóða, hafa leitt til sköpunar nýrra listaverka sem fást við þungan straum félags-, efnahags, stjórnmála- og umhverfislegra áskorana um gjörvallt Norðrið. Listafólk tekst líka á við þá blekkingu að Norðrið sé afskekkt auðn og skorar á hólm rómantíska tálmynd af ósnortnu landi og meintri einsleitni samfélaganna. Verkin sem valin hafa verið, í öllum miðlum, rekja sameiginlegar frásagnir á sviði samtímalistar og endurspegla nýjan skyldleika eða bil á milli samfélaga og þjóða svæðisins í kringum Norður Atlantshaf.

Иorður og niður er myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. Sýningin ferðast á milli samstarfsaðila frá febrúar 2022 til október 2023. Henni fylgir vegleg sýningarskrá og fræðsludagskrá. Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs, Arctic Cooperation Programme, Bandaríska sendiráðsins á Íslandi, Norræna menningarsjóðsins, Norrænu menningargáttarinnar og Eimskips.

Listamenn: Anders Sunna, Andreas Siqueland, Ann Cathrin November, Høibo Anna Líndal, Arngunnur Ýr, Bita Razavi, Christopher Carroll, D´Arcy Wilson, Frida Orupabo, Gideonsson/Londré, Hans Rosenström, Jason Brown aka. Firefly, Jessie Kleemann, Joan Jonas, Joshua Reiman, Jóhan Martin Christiansen, Julie Edel Hardenberg, Justin Levesque, Katarina Pirak Sikku, Lauren Fensterstock, Magnús Sigurðarson, Mattias Olofsson, Máret Ánne Sara, Meagan Musseau, Peter Soriano, Ragnar Axelsson, Reggie Burrows Hodges, Snæbjörnsdóttir/Wilson, SUPERFLEX

Sýningarstjórar: Anders Jansson, Jaime DeSimone, Markús Þór Andrésson