Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

3 desember, 20227 janúar, 2023

Þetta eru sjöundu jólin sem Gallery Port stendur fyrir stórsýningu af þessu tagi. Að þessu sinni bætist svo við önnur samsýning, Laufabrauð, sem myndlistarmaðurinn Joe Keys á veg og vanda af.
Líkt og fyrri ár tekur fjöldi listafólks þátt, öll sömul vinir og vandamenn Portsins, og má þar finna bæði fulltrúa grasrótarinnar í íslenskri myndlist og svo margreyndari og eldri í hettunni. Samsuða þessara ólíku listaverka og listafólks er orðin að árlegi hefð, hún bætir og styrkir hátíðarskapið, uppskera og lokahóf menningarársins alls.
Í ár hefur svo myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir bæst við í hóp skipuleggjenda og er það góður liðsauki.
Sérstaklega eftirtektarverð er sýningin Laufabrauð, en þar teflir Joe Keys fram íslenskum og erlendum listamönnum, sem margir eru að stíga sín fyrstu spor.
Ný verk munu bætast við á veggina jafnt og þétt eftir því sem á líður á aðventuna. Því má ætla að sýningarnar munu halda áfram að þróast fram á lokadag.
Opnunin stendur milli kl. 14-20 en sýningin sjálf til og með 7. janúar.llerí

Details

Start:
3 desember, 2022
End:
7 janúar
Event Tags:
Website:
https://www.facebook.com/events/1171941130123198/?ref=newsfeed