Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

A! Gjörningahátíð

7 október, 202110 október, 2021

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjöunda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins,

Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Á meðal þeirra sem komið hafa fram á A! eru Magnús Pálsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Rúrí, Theatre Replacement, Hekla Björt Helgadóttir, Drengurinn Fengurinn, Anna Richardsdóttir, Halldór Ásgeirsson og Tales Frey.

Listamennirnir sem koma fram í ár eru: Thora Solveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome, Anna Richardsdóttir, Egill Logi Jónasson, Sigtryggur Berg Sigmundsson, Snorri Ásmundsson, Brák Jónsdóttir, Steinunn Aragrúadóttir, Elisabeth Raymond, Amber Smits og Niklas Niki Blomberg, Hombre Rural og Libia Castro og Ólafur Ólafsson.

Samhliða A! fer vídeólistahátíðin Heim fram auk viðburða utan dagskrár (off venue).

Dagskrá.