
- This event has passed.
Adam Boyd: Strand Systems
3 september, 2021–5 september, 2021

Strand Systems táknar hápunkt mánaðar búsetu Boyds í SÍM, Reykjavík í ágúst 2021. Titillinn er fenginn frá „Social Strand System“, tegund sem videóleikjahöfundurinn Hideo Kojima skapaði til að taka á hugmyndalegri áherslu í einstakri vísindaskáldsögu hans Death Stranding frá árinu 2019.
Eftir að hafa uppgötvað leikinn þegar Covid-19 heimsfaraldurinn braust út varð Boyd heillaður af óvenjulegri framsetningu á heimi í „lock down“; framtíðarsýn Bandaríkjanna eftir heimsendi – fyrirmynd hins ótvírætta, í senn framandi landslagi Íslands.
Í Death Stranding ganga leikmenn um ófyrirleitið landslag í von um að tengja heiminn aftur. Heimur þar sem veðurkerfi flýta fyrir tíma, sjónræn fyrirbæri eins og regnbogar sem hanga á hvolfi ,dauðar sálir sem eru strandaglópar á ströndinni og formi hreinsunarelds sem tengist heimi lifanda með tengli sem kallast saumurinn.„Social Strand System“ gerir sýnilega einmana þátttakanda kleift að fá aðgang af samhliða leifum af tímalínu annarra leikmanna.
Áframhaldandi áhugi Boyds á andstöðu við heimspekilegar kenningar og hugsunartilraunir eins og ákvörðunar isma, frjáls vilja og margheims túlkun, dró hann að þessari útgáfu af sameiginlegri reynslu-samræðu sem nýleg verk hans miða að því að líkja eftir myndrænt, með sjálfum teppabútasaumunum.
Í Strand Systems kynnir Boyd röð efnislegra viðbragða við fyrstu persónu reynslu sinni af landinu. Textílsamsetningar sauma saman hina ýmsu þræði listrænnar iðkunar sem þróast hefur á síðastliðnu ári til að innihalda: margvíslega iðnhæfileika, ljósmyndaprentunarferli og þrívíddarskönnunartækni.
Þessi verk afrita gnægð áferðar, mynstur og fyrirkomulag ljóssins sem sést hefur bæði í villtri og þéttbýlu íslensku landslagi.