Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Álfrún Axelsdóttir: Áróður

24 september, 202129 september, 2021

‘Áróður’ er fyrsta einkasýning myndlistarkonunnar Álfrúnar Axels.

Um sýninguna:
Sýningin Áróður er málverkasýning sem bendir á það sem er athugunarvert í nútíma samfélagi og einkalífi fólks.

Póletísk skírskotun er stórt viðfangsefni Álfrúnar sem keppist við að svipta hulunni af tilhugalífi hversdagsins með verkum sínum.

Aðalmarkmið Álfrúnar er að listaverkin veiti uppljómun eða nýtt sjónarhorn í hugarfari áhorfanda en oftar en ekki er einhverskonar ágreiningur eða ádeila bakvið hvert verk.

Um listamanninn:
Álfrún stundaði myndlistarnámskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá barnsaldri.
Síðar meir útskrifaðist hún árið 2018 af myndlistarbraut með leiklistar kjarna í FG.

Í náminu lagði hún áherslu á alla sjónræna list en útskriftarverkið hennar var ádeila á hugarlíf ungra kvenna í ofbeldissamböndum.

Á síðustu árum hefur Álfrún haldið áfram að sinna listinni í stúdíóinu sínu og kláraði nýlega, meðal annars, námskeið í listmálun í Myndlistarskólanum.Verkin á sýningunni eru uppspretta frá því námskeiði. Sérstakar þakkir til kennarana og Myndlisarskólans fyrir stuðninginn og leiðsögnina.

Details

Start:
24 september, 2021
End:
29 september, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/530399318260624

Venue

Rösk Rými
Kaupvangsstræti 12
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
View Venue Website