Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Melanie Ubaldo: Almost Perfect

10 september, 20221 október, 2022

Melanie Ubaldo (f. 1992 í Fillipseyjum) útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Listaháskóli Íslands árið 2022. Sjálfsævisöguleg, einlæg og beinskeytt verk um fjölbreyttar birtingarmyndir valds, fordóma og mismunun einkenna listferli og sköpun Melanie og birtast í samansaumuðum málverkum sem innihalda fordómafulla texta sem vísa í hennar eigin reynslu af hegðun annara í hennar garð ásamt þess að notast við innsetningar sem takast á við minningar, sjálfsmynd og uppruna. Verkin afhjúpa valdið sem felst í fordómum og eyðandi áhrifum þeirra á þolendur.
Melanie hefur tekið þátt í ýmsum sýningum hérlendis og erlendis. Hún hlaut styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur fyrir efnilega listamenn árið 2021 og er jafnframt stofnandi listamannaþríeykisins Lucky 3 ásamt Dýrfinna Benita Basalan og Darren Mark, en Lucky 3 hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2022. Verkin hennar má meðal annars finna í safneign Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar og í einkaeigu.
„Næstum fullkomið“ er álíka frásögn og öll mín fyrri verk.
Ókunnugur maður segir mér eitthvað og það hefur ómeðvitað gríðarleg áhrif á iðkun mína. Hann talaði um gamalt málverk eftir mig sem hefur síðan verið „týnst“. Næstum fullkomið gæti verið stærsta hrós sem ég hef nokkurn tíma heyrt um vinnu mína. Eins og að elta þann sem slapp, er þessi sýning aðeins ein af mörgum, óteljandi tilraunum til að endurheimta/endurmynda það sem er næstum fullkomið
Ég veit ekki alveg hvað ókunnugi maðurinn átti við með næstum fullkomið, en ég hef síðan trúað því að þetta sé hið látlausa tilvik – örlítið á skakkt og á skjön og því er það snilld; og ómögulegt að endurtaka. Kvíðafullar strokur af olíu og bleki á kyrrlátan striga, plastilmur af akrýl blandað eitraðri terpentínu og spreyi, fótspor og kattahár – nánast fullkomið.

Details

Start:
10 september, 2022
End:
1 október, 2022
Event Tags:
, , ,
Website:
https://thula.gallery

Venue

Þula
Hjartartorg, Laugavegur 21
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website