Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ann Noël: Teikn og tákn

25 september, 202116 janúar, 2022

Ann Noël, fædd á Englandi 1944, hefur verið búsett í Berlín frá 1980. Bakgrunnur hennar er í grafískri hönnun, prenti, ljósmyndun, málun og gjörningum.

Eftir útskrift úr grafískri hönnun 1968, frá Bathlistaakademíunni í Corsham, vann hún með Hansjörg Mayer í Stuttgart, en hann var einn af fyrstu útgefendum bókverka.

Þessi reynsla kom sér vel þegar henni bauðst að vinna sem aðstoðarmaður Dick Higgins, útgefanda hjá The Something Else Press í New York.

Þar kynntist hún Emmett Williams (1925-2007), ritstjóra forlagsins og fjölmörgum Fluxus listamönnum.

Snemma á níunda áratugnum varð hún virkur meðlimur í Fluxus hreyfingunni og tók þátt í gjörningahátíðum víða um heim, einkum í samvinnu við eiginmann sinn Emmett Williams. Hún fremur ennþá gjörninga innan Fluxus Art
Group. Einnig hefur hún sjálf gefið út mörg af sínum eigin bókverkum í gegnum árin.

Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

Venue

Akureyri Art Museum
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
View Venue Website