Loading Events

« All Events

Anna Elín Svavarsdóttir: Endurfundur

ágúst 21október 31

„Eitt af viðfangsefnum mínum í myndsköpun er að nýta mér nærumhverfið séð frá mismunandi sjónarhornum. Hlutir í umhverfinu taka sífelldum breytingum, fá mismunandi tilgang eftir því hvenær og hvernig maður horfir á þá.“ (Anna Elín Svavarsdóttir 2017)

Eftir andlát Önnu Elínar vaknaði áhugi fjölskyldunnar á að sýna hluta verka hennar. Verkin endurspegla feril hennar sem listræns ljósmyndara en Anna Elín hafði einstaklega næmt auga fyrir hinu myndræna í umhverfinu og myndaði fjölbreytileg mótíf.

Anna Elín útskrifaðist sem ljósmyndari árið 1987. Hún lærði hjá Leifi Þorsteinssyni og að hluta til hjá Guðmundi Ingólfssyni. Eftir útskrift vann hún á Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 1987- 1989 og frá 1994-1998 sem yfirmaður myndadeildar. Eftir það hóf hún feril sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari og vann meðal annars sem ljósmyndari á tökustað í kvikmyndum. Árið 2011 stofnaði hún fyrirtækið Lífssögu og sérhæfði sig í lífssögugerð í máli og myndum.

Meðal samsýninga og ljósmyndaverkefna sem hún tók þátt í má nefna Ljósmyndakeppni Arkitektur Háskólans Íslands þar sem verk hennar hlaut fyrstu verðlaun og er síðan í eigu Háskóla Íslands.

Details

Start:
ágúst 21
End:
október 31
Event Tags:
, ,
View Event Website

Venue

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Grófarhús, Tryggvagata 15
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website