Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Anna María Geirsdóttir: Wörður, vinur mínar

22 apríl, 202220 maí, 2022

Verið velkomin á sýningu Önnu Maríu Lind Geirsdóttur, Wörður, vinur mínar.
Foropnun er kl. 16-18 föstudaginn 22. apríl og aðalopnun kl. 13-15 laugardaginn 23. apríl.
Anna María (f. 1962) er textíllistakona með masterspróf í textíl frá Bretlandi. Í Listasal Mosfellsbæjar sýnir hún ofnar myndir af vörðum. Anna María er mikil útivistarmanneskja og ber sérstakan hlýhug til varða. Flestar myndirnar eru af vörðum á Mosfellsheiði. Í anda umhverfisverndar og endurnýtingar eru allar myndirnar ofnar úr gömlum fatnaði, rúmfötum o.þ.h.
Síðasti sýningardagur er 20.maí.
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 9-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ókeypis inn og öll velkomin. Gott hjólastólaðgengi.

Details

Start:
22 apríl, 2022
End:
20 maí, 2022
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/996059307951340/996059341284670

Venue

Mosfellsbær Art Gallery
Kjarni, Þverholt 2
Mosfellsbær, 270 Iceland
+ Google Map
View Venue Website