Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

ARNGRÍMUR & MATTHÍAS: VÆTTATAL

24 september, 202223 október, 2022

Vættatal er samsýning Arngríms Sigurðssonar og Matthíasar Rúnars Sigurðssonar.

Á sýningunni verða til sýnis ný olíumálverk og höggmyndir sem listamennirnir hafa unnið að síðustu misseri. Þó að verkin séu ólík í útliti og efnistökum  þá tengjast þau innbyrðis á þann hátt að í hverju þeirra kemur fyrir ímynduð vera, eða vættur.  Saman mynda verkin því einskonar vættatal.   Sumar verurnar minna á eitthvað kunnuglegt eins og kött eða letidýr en önnur eru óræð skoffín sem hafa fengið að skríða fram í rólegheitunum með pensilpoti eða juði fræsitannar.

Kraftgalli er tónlistarverkefni Arnljóts Sigurðssonar (f.1987) en hann býr og starfar í Reykjavík. Í grunninn gerir hann raftónlist en þar gætir stílbragða seiðandi framandleika jafnt sem danstónlistar. Að þessu tilefni hefur hann sett saman hljóðmynd úr gömlum fjögurra rása kassettuupptökum, með stemningsríku sveimi tónaljóða, vandlega tilhöggnum hljóðum og áferðarríkum hljómabreiðum.

Venue

Ásmundarsalur
Freyjugata 41
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website