
- This event has passed.
Ásgeir Skúlason: Tökum annan hring
20 nóvember, 2021–30 nóvember, 2021

Laugardaginn 20. nóvember kl. 16:00 opnar Ásgeir Skúlason sýninguna Tökum annan hring í Gallery Port. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 12:00 – 17:00.
Það eru nokkrir hringir eftir, þetta er ekki búið ennþá, ekki fullreynt. Þetta verður sennilega aldrei fullreynt, það er alltaf hægt að taka annan hring og sjá hvort eitthvað breytist, sjá hvort maður hafi þol í það. Svo fer maður hring eftir hring eftir hring og tekur svo annan hring. Stundum fer maður áfram á þrjóskunni einni saman og í önnur skipti er þetta leikur einn, eintóm hamingja. Eftir nógu marga hringi upplifir maður annað hvort euphoriu eða algjört tilgangsleysi, það er eiginlega ekkert á milli. En við tökum alltaf annan hring, 5 hringir eftir, 10 hringir eftir, 100 hringir eftir …
Afraksturinn af þessar hringavitleysu er það sem eftir stendur; sýning gjöriðisvovel!
Ásgeir Skúlason (f. 1984) lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík 2010 áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA í myndlist. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands frá útskrift meðal annars í Listasafni ASÍ, Berg Contemporary,Listasafni Árnesinga og Gallery Port. Sem og haldið einkasýningar í Listasal Mosfelsbæjar, SÍM salnum.