
- This event has passed.
Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug
27 janúar, 2022–27 mars, 2022

Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016.
Verk hennar eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, torkennileg lykt eða blikkandi augu á saklausum símaskjá. Birna laðast að því sem virðist vera á barmi þess að vera til; hið ósnertanlega og ósýnilega. Í myndheimi Birnu er tilvera hlutar eða hugmyndar gjarnan undirstrikuð með fjarveru hennar.
Ásgerður Birna er einn stofnenda Laumulistasamsteypunnar, GSM (sýningarrýmis í hljóð-bylgjum) auk þess sem hún rak sýningarrýmið at7 í Amsterdam 2017-2019. Verk Birnu hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Cosmos Carl, Kling og Bang, at7 sýningarrými, Elswhere Museum, Open, Sequences VIII og á heimasíðu bandaríska tímaritsins Art in America. Hún tók einnig þátt í Haustlaukum – Ný myndlist í almannarými á vegum Listasafns Reykjavíkur árið 2019.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Sýningarstjóri: Edda Halldórsdóttir
Details
- Start:
- 27 janúar, 2022
- End:
- 27 mars, 2022
- Event Tags:
- Ásgerður Birna Björnsdóttir, Edda Halldórsdóttir, Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús
- Website:
- https://listasafnreykjavikur.is/syningar/d46-asgerdur-birna-bjornsdottir-snertitaug
Venue
- Reykjavík Art Museum – Hafnarhúsið
-
Tryggvagata 17
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website