Loading Events

« All Events

B. Ingrid Olson: Cast of Mind

20 janúar20 desember

i8 Grandi stendur að mun lengri sýningum en vaninn er hjá söfnum og galleríum. Heilsárssýningarnar eru helgaðar hugmyndum um tíma og rúm og uppstillingin mun þróast sem á líður á sýninguna. Hið langa skeið sem heilt ár býður upp á leyfir listamönnum að íhuga hvernig tíminn mótar verk þeirra og hvernig flæðið hvetur áhorfendur til að heimsækja aftur síbreytilegar innsetningar. Árið 2023 sýnir B. Ingrid Olson í i8 Granda sýninguna Cast of Mind.

Heitið „Cast of Mind“ lýsir hvernig skynjun manneskju gæti stafað af ákveðinni tilhneigingu, rótgrónum skoðunum eða tímabundnu hugarástandi. Í stuttu máli endurspeglar heitið hugmyndina um huglæga skynjun en orð þess gætu einnig ljóðrænt gefið í skyn að hugsun sé varanlega skjalfest. Að steypa í mót einhverju jafn breytilegu og hugsun er góð linsa til að virða fyrir sér sýningu sem býður upp á breytingar í sjálfri sér. Hvernig er hægt að skrá ummerki vitsmuna, ákvarðanatöku, minnis og eðlisávísunar?

Details

Start:
20 janúar
End:
20 desember
Event Tags:
, ,
Website:
https://i8.is/exhibitions/202/

Venue

i8 Grandi
Marshall House, Grandagarður 20
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website