
- This event has passed.
Svarthvítt
2 júní, 2022–11 september, 2022

Andstæður og ólíkir hlutir, viðhorf og sjónarhorn. Það sem skilur okkur að getur einnig tengt okkur saman. Fimm listamenn sem vinna með svart-hvítar ljósmyndir eiga verk á þessari sýningu. Listamennirnir nálgast viðfengsefnin á ólíkan hátt og myndefnin eru einnig margvísleg: landslag, fólk, sögur, staðir og stemning. Andstæður og ógnir, rólegheit og væntumþykja og fjölmargar birtingarmyndir daglegs lífs, ævintýra, menningar, hins óþekkta og þess kunnuglega.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Agnieszka Sosnowska, Christopher Taylor, Katrín Elvarsdóttir, Páll Stefánsson og Spessi. Bakgrunnur þeirra er fjölbreyttur, sem kemur glögglega fram í verkunum. Á sama tíma er margt sem sameinar þau, þegar betur er að gáð.
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.
Details
- Start:
- 2 júní, 2022
- End:
- 11 september, 2022
- Event Tags:
- Akureyri Art Museum, Christopher Taylor, Hlynur Hallsson, Katrín Elvarsdóttir, Listahátið í Reykjavík, Listasafnið á Akureyri, Páll Stefánsson, Reykjavík Arts Festival, Sosnowska, Spessi
- Website:
- http://www.listak.is/en/exhibitions/next-exhibitions/black-and-white
Venue
- Akureyri Art Museum
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website