Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Collaborative Contaminations

9 september, 202111 september, 2021

Collaborative Contaminations er nýtt verk eftir Rósu Ómarsdóttur í samstarfi við Hákon Pálsson. Verkið er bæði performans og innsetning. Á daginn geta gestir og gangandi séð verkið sem innsetningu og á kvöldin framkvæmir Rósa performans í rýminu.

Í verkinu skoða þau hvernig hegðun vatns breytist þegar það verður fyrir einhvers konar mengun? Hvað gerist ef við lítum á mengun sem tækifæri til samstarfs?
Í performansinum notar Rósa kóerógrafískar leiðir til að skapa dans fyrir vatn, loft, ljós, hljóð og litarefni. Hreint vatnið verður mengað og umbreytist í töfrandi landslag þar sem ýmsar myndir birtast sem minna m.a. á frumur, norðurljós, sjóðandi leðju eða vetrarbrautir, sem dansa í takt við hljóðheim vatns og íss.

Sýningar / performans:
9. 10. og 11. september kl 20.00
Húsið opnar kl. 19:30 og miðaverð er 2.000 kr.

Innsetningin verður opin föstudag og laugardag 10. og 11. september frá 13-18

Hugmynd og performans: Rósa Ómarsdóttir
Lýsing, uppsetning og myndvörpun: Hákon Pálsson
Aðstoð við hljóðmynd: Sveinbjörn Thorarensen
Með-framleiðsla og stuðningur: Reykjavík Dance Festival
Þetta verk var samið í vinnustofu Akademie Schloss Solitude þar sem Rósa er vinnutofu-listamaður, staðan er styrkt af TANZPAKT Stadt-Land-Bund stutt af þýska sambandsstjóra menningar og fjölmiðla (BKM), sérstakri dagskrá >>NEUSTART KULTUR<< (BKM) og ríkishöfuðborg Stuttgart.

Rósa Ómarsdóttir er dansari og danshöfundur sem hefur starfað bæði á Íslandi, Belgíu og Þýskalandi. Hún útskrifaðist úr PARTS í Brussel árið 2014 og hefur síðan þá samið fjöldadansverka sem hafa vera sýnd víðsvegar um Evrópu. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og m.a. hlotið verðlaunin Danshöfundur Ársins. Í listrænu vinnu sinni skoðar hún samband manns og náttúru og leitast eftir ómannmiðlægri nálgun á efnið. Verk hennar eru innblásin af vistkerfi manna, hluta og ósýnilegra afla, með áherslu á valdastrúktúr þar á meðal. Hún vinnur milli miðla og blandar saman kóreógrafíu, lifandi hljóðmyndum, og dýnamískum sviðsmyndum.

Hákon Pálsson er kvikmyndatökumaður, ljósmyndari og lýsingarhönnuður. Hann hefur starfað milli ýmissa miðla og stefna í kvikmyndum, multimedia myndlist og sviðsverkum.
Verk sem hann skaut með Isaac Julien, Playtime og Stones Against Diamonds, hafa verið sýnd í söfnum og galleríum víðsvegar um heiminn. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir ljósahönnun á verki Rósu ‘Spills’ og vann BAFTA New Talent Awards fyrir kvikmyndatöku á stuttmyndinni ‘No More Shall We Part’

Details

Start:
9 september, 2021
End:
11 september, 2021
Event Tags:
, ,
Website:
https://mengi.net/events/2021/9/9/collaborative-contaminations

Venue

Mengi
Óðinsgata 2
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website