Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Skartgripir Dieters Roth

5 júní, 202222 janúar, 2023

Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar.

Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði Björnsdóttur, heima á eldhúsborðinu og fljótlega bauðst þeim betri aðstaða á verkstæði Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 2.

Skartgripi Dieters, sem hann gerði gjarnan úr skrúfum, boltum og öðrum mekanískum hlutum, mátti setja saman á mismunandi vegu og breyta þeim. Nálgun hans við skartgripagerð var hin sama og einkenndi myndlist hans; að nýta ýmiss konar efni sem almennt var talið rusl eða úrgangur og umbreyta því. Engir þessara muna eru eins, Dieter þekkti eiginleika efniviðarins og vann hugmyndir sínar beint í hann.

Á sjöunda áratug síðustu aldar hófu Dieter Roth og svissneski gullsmiðurinn Hans Langenbacher samstarf, en þeir hittust fyrst á vinnustofu Jóns Sigmundssonar gullsmiðs í Reykjavík 1958 og hrifust mjög af vinnubrögðum, efnisnotkun og færni hvor annars.

Í Listasafni Íslands gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að leiða einstaka skartgripi Dieters augum í heildstæðu samhengi. Sýningin ber tilraunagleði myndlistarmannsins og óvenjulegum vinnuaðferðum hans glöggt vitni og varpar nýju ljósi á verk þessa einstaklega fjölhæfa listamanns.

Sýningarstjóri: Björn Roth

Venue

The National Gallery of Iceland
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website