
- This event has passed.
Teikningar: Edda Jónsdóttir
7 júlí, 2022–10 september, 2022

Edda Jónsdóttir (f. 1942) býr og starfar í Reykjavík. Edda stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunsten Amsterdam. Edda starfaði við myndlist frá árunum 1975 -1995, stofnaði i8 gallerí og vann sem framkvæmdastjóri þess frá árunum 1995-2007 en sneri sér aftur á þeim tíma að myndlist. Síðustu sýningar hennar voru í Ásmundarsal 2021 og á Mokka kaffi sama ár.
Það er Hverfisgalleríi sérstakur heiður að skipuleggja einkasýningu Eddu Jónsdóttur þar sem hún fóstraði stofnun gallerísins fyrir tæpum tíu árum. Samhliða sýningunni Teikningar er efnt til útgáfu bókverks sem gerð var möguleg fyrir tilstuðlan úthlutunar úr Myndlistarsjóði.