
Egill Logi Jónasson: Þitt besta er ekki nóg
27 ágúst, 2022–5 mars, 2023

„Það er maður, það er ungur maður, það er unglingur. Í stærsta herberginu í minnsta húsinu hangir mynd af ljóni.
Ljónið heldur á minna ljóni. Það ljón heldur um halann á sér og myndar endalausa hringrás ráns og dýra. Fyrir utan gluggann blæs vindurinn sérstaklega kröftuglega á veru sem leitar skjóls í hálfbyggðu bakhúsi. Tónlistin tórir, að hluta til.“
Egill Jónasson (f. 1989), einnig þekktur sem Drengurinn fengurinn, býr og starfar á Akureyri. Hann útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2012 og lauk BA í myndlist í Listaháskóla Íslands 2016. Egill vinnur með ýmsa miðla eins og tónlist, málverk, klippimyndir, gjörninga og vídeóverk. Hann er einn af aðstandendum listhópsins Kaktuss.
Details
- Start:
- 27 ágúst, 2022
- End:
- 5 mars
- Event Tags:
- Akureyri Art Museum, Egill Logi Jónasson, Listasafnið á Akureyri
- Website:
- http://www.listak.is/is/syningar/naestu-syningar/egill-logi-jonasson
Venue
- Akureyri Art Museum
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website