Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Einar Garibaldi Eiríksson: Matador

25 september, 202131 janúar, 2022

Laugardaginn 25 september opnar Matador sýning Einars Garibalda Eiríkssonar í Gallerí Undirgöng við Hverfisgötu 76 í Reykjavík.

Titill verksins vísar í borðspilið Matador þar sem þátttakendur takast á um kaup og sölu á landspildum og fasteignum með það að markmiði að græða sem mest á viðskiptunum og keyra andstæðinga sína í gjaldþrot.  

Í Matador vinna menn ýmist eða tapa, detta í lukkupottinn eða lenda í skuldafangelsi.  Verkið endurspeglar  þær margslungnu hagfræðibrellur og fjármálaflækjur sem við upplifum í samtímanum, þar sem háreistir byggingakranar og gapandi húsgrunnar minna okkur á þátt braskara og eignarhaldsfélaga í mótun borgarmyndarinnar. Verkið vísar líka í umhverfið í kringum sýningarstaðinn með götunöfnunum þar sem afleiðingar brasksins blasa við okkur.

 

Matador Einars Garibalda býr líka yfir vísunum í útsýnismyndahefðina (cityscape) þar sem verk eins og Útsýn til Delft eftir Vermeer og Manhattan Real Estate Holdings eftir Haacke hafa markað ákveðna tegund myndlistar sem nýtir ásýnd borgarlandslagsins til að fjalla um átakamál í samtíma sínum.

Gellerí Undirgöng er nýtt sýningarrými sem staðsett er í rúmgóðum upplýstum undirgöngum við Hverfisgötu 76 í  Reykjavík.

Hlutverk gallerísins er að sýna tímabundin útilistaverk í borginni, auka sýnileika samtímalistar í borgarrýminu og skapa vettvang þar sem myndlistamönnum gefst tækifæri til að takast á við óhefðbundið rými og nýjar aðstæður til sýningarhalds í almannarými.

Sýningin Matador stendur út janúar 2022.

Details

Start:
25 september, 2021
End:
31 janúar, 2022
Event Tags:
,

Venue

Gallerí Undirgöng
Hverfisgata 76
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website