Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Erik DeLuca & Þóranna Dögg Björnsdóttir: Unheard of

21 ágúst, 20213 október, 2021

Það er Kling & Bang sérstök ánægja að opna sýninguna Unheard of, laugardaginn 21. ágúst á milli kl.14-18.

Á sýningunni eru ný verk eftir Erik DeLuca í samvinnu við Julius Rothlaender og Melitta Urbancic og Þórönnu Dögg Björnsdóttur í náinni samvinnu við Derrick Belcham. Með þessari sýningu teygir listafólkið sig frá hljóðverkum sínum yfir í samræðuferli við hljóð – og, eða þagnir – með snertingu og í nærveru, fjarveru og tilhugsun líkama sem hreyfast um mismunandi rými. Upphafspunktur sýningarinnar liggur í þessari hreyfingu. Rannsóknir, skáldskapur, hljóðupptökur, skjalagreining, plönturæktun og alltumlykjandi hljóðinnsetning, eru kynnt fyrir áhorfendum.

Báðir listamennirnir unnu í samvinnu við aðra listamenn og einstaklinga við gerð þessa verka. Þeir vilja þakka þessum einstaklingum fyrir örlæti sitt sem og öðrum. Þar á meðal Julius Rothlaender, Katherine Caldwell, Sölvi Björn Sigurðsson, Olivia Gauthier, Árni Heimir Ingólfsson, Aymeric Duriez and Derrick Belcham, LungA School community in Seyðisfjörður, Sibyl Urbancic, Magnús H. Jóhannsson (Landgræðslan), Þjóðskjalasafn Íslands (National Archives of Iceland), and the Jewish Center of Iceland, Þorvarður Árnason, Soffía Auður Birgisdóttir, Ingibjörg Friðriksdóttir, Curver Thoroddsen, Kolbeinn Soffíuson, Federico Placidi, Vernharður Bjarnason, Hjálmur Ragnarsson, Árni Björnsson, Arngrímur Guðmundsson, Amanda Riffo, Guðrún Lárusdóttir, Brynja Emilsdóttir, family and friends.

Erik DeLuca er mynd- og tónlistarmaður sem vinnur með gjörninga, skúlptúr og texta, í samræðu við samfélagslegar venjur og gagnrýni. Verk hans hafa verið sýnd víða, meðal annars í MASS MoCA, Listaskólanum í Chicago, Sweet Pass skúlptúrgarðinum, The Contemporary Austin, Nýlistasafninu í Reykjavík, Columbia-listaskólanum, Skowhegan-listaskólanum, CalArts, Bemis nýlistamiðstöðinni, Fieldwork: Marfa og Yale-listaháskólanum. Skrif hans hafa verið gefin út í Public Art Dialogue (Taylor & Francis), Organised Sound (Cambridge University Press), Leonardo Music Journal (MIT Press) og Mousse. Hann lauk doktorsnámi í tónlist frá Virginiuháskóla (2016), dvaldi í Myanmar með styrk frá Asíska menningarráðinu (2018) og kenndi við Listaháskólann í Reykjavík (2016-18). Nú um stundir er hann gestaprófessor við tónlistar- og margmiðlunardeild Brown-háskólans og heldur fyrirlestra í grunnámi við Rhode Island hönnunarskólann.

Þóranna Dögg Björnsdóttir er hljóð- og myndlistarmaður og tónskáld | flytjandi. Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH. Hún lauk BA gráðu í hljóð- og myndlist frá Konunglega Listaháskólanum í Haag árið 2006 og M.Art.Ed gráðu í kennslufræði lista við Listaháskóla Íslands árið 2014. Þóranna hefur sótt ýmis námskeið og vinnustofur í tengslum við tónlist, hljóð- og myndlist og staðið að kennslu í þeim efnum. Viðfangsefni Þórönnu eru mörg og fjölbreytt en snúast gjarnan um heimssýn einstaklingsins, hvernig hún mótast og þróast. Verkefnin fela í sér þverfagleg vinnubrögð og þreifingar þvert á miðla og eru verk hennar gjarnan sambland af mynd og hljóði; taka form í gegnum lifandi gjörninga, innsetningar, skúlptúra og hljóðverk. Verk Þórönnu hafa verið flutt víða og hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleikum og listahátíðum á Íslandi og erlendis. Þóranna starfar einnig með listahópnum Wunderland.

Derrick Belcham er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem býr í Brooklyn, New York og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir gerð heimildarmynda og tónlistarmyndbanda. Hann hefur unnið með listafólki á borð við Philip Glass, Steve Reich, Laurie Anderson, Paul Simon og hundruðum annarra við tónlist, dans, leikhús og byggingarlist. Hann hefur unnið verk og haldið fyrirlestra við stofnanir á borð við MoMA PS1, MoCA, Solomon R. Guggenheim-safnið, Whitney-listasafnið, Musee D‘Art Contemporain, Philip Johnson glerhúsið, Tónlistarakademíuna í Brooklyn og Nýlistamiðstöðina í Cincinnati. Verk hans birtast reglulega í The New York Times, Vogue, Pitchfork, NPR og Rolling Stone, auk þess sem þau eru sýnd á stuttmynda-, dans- og gjörningalistahátíðum og yfirlitssýningum um allan heim.

Sýningarstjórar:

Ana Victoria Bruno

Becky Forsythe

Venue

Kling & Bang
The Marshall House, Grandagarður 20
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website