
- This event has passed.
Ester Jóhannesdóttir: Ljósrými – skuggarými
9 júní, 2022–16 ágúst, 2022

Með aukinni náttúrulegri birtu verður ljósmyndun auðveldari og aðgengilegri og andstæður verða skýrari eftir því sem myrkrið verður minna.
Athöfnin að ljósmynda eða mynda ljós á sér margar birtingamyndir. Í sýningunni Ljósrými – skuggarými er náttúrulegt ljós myndað í innviðum bygginga sem og úti í ljósaskiptunum. Við það myndast abstrakt form og skuggar verða greinilegri í afmörkuðum ramma myndflatarins en þrátt fyrir það er hið ljóðræna aldrei langt undan.
Ester Jóhannesdóttir útskrifaðist með MFA gráðu frá University of Leeds árið 2010 og hefur fengist við listsköpun í yfir 30 ár.