Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ferðagarpurinn Erró

4 nóvember, 202127 mars, 2022

Ferðalög eru einkennandi fyrir líf og list Errós (f. 1932). Hann stundaði listnám í Reykjavík, Ósló, Ravenna og Florence, þar til hann settist að í París árið 1958 eftir nokkurra mánaða dvöl í Ísrael. Mörg ferðalög fylgdu þar á eftir og má nefna sögulegar ferðir til New York í Bandaríkjunum, Moskvu í þáverandi Sovétríkjunum og Havana á Kúbu. Í heimsreisu sinni, 1971-1972, lá leið hans um Asíu. Frá því á 8. áratugnum hefur Erró skipt búsetu sinni milli Parísar í Frakklandi, Bangkok í Taílandi og Formentera á Spáni.

Ferðalög Errós gegna mikilvægu hlutverki í tilurð verka hans. Hvert sem hann fer sankar hann að sér hundruðum mynda. Hann nýtir þær í samklippuverk sem smám saman verða að málverkum. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, eldflaugar, lestir, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur.
Hún kemur enn fremur skýrt fram í seríum sem varða „heimsferð Maós“, „geimferðir“ og „konur frá Norður Afríku“.

Öll verkin eru í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Sýningarstjóri: Danielle Kvaran

Details

Start:
4 nóvember, 2021
End:
27 mars, 2022
Event Tags:
, ,
Website:
https://listasafnreykjavikur.is/syningar/ferdagarpurinn-erro

Venue

Reykjavík Art Museum – Hafnarhúsið
Tryggvagata 17
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website