
- This event has passed.
Tómið uppmálað
26 júní, 2022–13 júlí, 2022

Tómið uppmálað er samsýning í Glettu með verkum eftir Agötu Mickiewicz og Styrmi Örn Guðmundsson.
Sýningin samanstendur af olíumálverkum, blek teikningum og veggteppum innblásin af hrifningu þeirra á kristöllum.
Þessi hrifning kristallast í staðhæfingu skammtafræðingsins Nassim Haramein: “Unified physics suggests that spacetime itself is a type of holofractal crystal-like superfluid medium.”
Skammtaeðlisfræði er nú að bera kennsl á tilvist orku í lofttæmi. Af athugunum virðist sem þessi orka tekur á sig rúmfræði kristals og er frumuppspretta alls massa, forms og byggingar.
Gletta er staðsett í Hafnarhúsi við höfnina á Borgarfirði Eystri.
Opið 12- 16 alla daga.