Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI

2 september, 202114 nóvember, 2021

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu við MULTIS.

Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir.

MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar.

Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk, og er einhverstaðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verðlögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, eru gjarnan smærri, og staðfesta gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn  listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið.

Á sýningunni FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.

Listamenn sem eiga verk á FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI eru: Einar Örn Benediktsson, Gjörningaklúbburinn – Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, Guðjón Ketilsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal, Magnús Helgason, Magnús Pálsson, Pétur Magnússon, Ragnheiður Gestsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon, Þór Sigurþórsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Kristín Eiríksdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Helgi Þórsson, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Hulda Rós Guðnadóttir, Þórdís Erla Zoëga.

Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.

Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk, og er einhverstaðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verðlögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, eru gjarnan smærri, og staðfesta gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið.Fjölfeldi geta verið tví- eða þrívíð og hægt er að búa þau til með margvíslegum aðferðum. Á fimmtándu öld fóru listamenn að þróa aðferðir til að geta steypt verk í mót því það þótti mikill kostur að geta dreift verkum sem víðast. Þetta varð til þess að sjónræn menning efldist til muna í þeim löndum sem þekkingin var til staðar.  Á átjándu öld fundu listamenn til dæmis upp aðferðir sem gerðu þeim kleift að móta skúlptúrverk úr t.d. leir, bronsi, gifsi og postulíni. Að steypa skúlptúra með því að nota mold eða sand varð vinsælt við framleiðslu verka sem gerð voru í upplagi og eru þær aðferðir ennþá mikið notaðar við gerð myndlistar. Einnig falla aðferðir grafíklistarinnar undir þessa skilgreiningu en verk unnin á þann hátt hafa þann ótvíræða kost að auðvelt er að gera sama verkið í mörgum eintökum.

Með tilkomu koparstungu á tímum barokksins verður dreifing og fjölföldun myndverka almennari. Koparstungan er aðferð sem notuð er við gerð grafíkmynda en þar er myndin grafin með nál í koparplötu og síðan þrykkt á pappír. Verkið Los caprichos, 1797 eftir Francisco Goya var með fyrstu þekktu fjölfeldunum sem búið var til í takmörkuðu upplagi.  Ef litið er til listaverka tuttugustu aldar er verk Marcel Duchamps, Rotoreliefs frá árinu 1935 eitt af fyrstu fjölfeldum nútímalistarinnar og í þeirri mynd af fjölfeldum sem við þekkjum í dag, en verkið er sería af sex snúningsdiskum sem voru gefnir út í 500 eintökum.

Á sýningunni FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.

Orðið HLUTFELDI kemur úr orðasmiðju Magnúsar Pálssonar en á sýningunni má finna flest af þeim verkum þar sem hann vinnur með þessum hætti. Á sýningunni má finna þau verk Magnúsar sem enn eru til í fórum listamannsins og fjölskyldu hans en mörg af verkum hans eru nú í eigu safna eða í einkaeigu. Önnur verk á sýningunni eru unnin í samtali við MULTIS verkefnið yfir tveggja ára tímabil.

MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskra samtímalistar.

MULTIS setur fókusinn á fjölfeldi, verk sem gerð eru í a.m.k. þremur eintökum. Þetta geta bæði verið prent og skúlptúrar, allt eftir því hvað hentar hugmynd listamannsins hverju sinni.