Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Friðarsúlan

9 október, 20228 desember, 2022

Friðarsúl­an er útil­ista­verk eft­ir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Lista­verkið er tákn fyr­ir bar­áttu Ono og Lennons fyr­ir heims­friði. Friðarsúl­an tek­ur á sig form óska­brunns en á hana eru graf­in orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungu­mál­um en enska heitið er vís­un í lagið „Imag­ine“ eft­ir John Lennon.  Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi.

Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Wish Tree frá 1996. Þar hefur hún boðið öllum sem vilja að skrifa þeirra persónulegu óskir um frið og hengja á greinar innlendra trjátegunda. Óskunum hefur hún safnað saman í gegnum áratugina og telja þær yfir milljón eins og er. Óskirnar eru teknar saman víðsvegar um heiminn og þær sendar til Íslands. Þeim er svo komið fyrir í brunni Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt kröftugum óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu. Óskatrjám er komið fyrir í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni.

„Ég vona að friðarsúlan muni lýsa upp óskir um heimsfrið hvaðanæva að úr veröldinni og veita hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem nú ríkir ótti og ringulreið. Sameinumst um að gera friðsæla veröld að veruleika.“ – Yoko Ono

Upplýsingar um óskatrén og hvernig skal setja þau fram er að finna á vefsíðu Friðarsúlunnar www.imaginepeacetower.com

Friðarsúlan er samstarfsverkefni Yoko Ono og Reykjavíkurborgar og er í umsjá Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns sem hefur umsjón með Viðey.

Details

Start:
9 október, 2022
End:
8 desember, 2022
Event Tags:
, ,
Website:
https://listasafnreykjavikur.is/syningar/fridarsulan-i-videy

Venue

Fríðarsúlan
Imagine Peace Tower
Viðey, Iceland
+ Google Map
View Venue Website