Loading Events

« All Events

Gangurinn gallerí í 40 ár

3 febrúar, 20234 júní, 2023

Gangurinn gallerí er listamannarekið sýningarrými sem stofnað var af myndlistarmanninum Helga Þorgils Friðjónssyni árið 1979 og er líklega elsta einkarekna gallerí landsins sem starfað hefur samfellt frá stofnun. Gangurinn hefur alla tíð verið rekinn á heimili Helga. Meginmarkmið Helga með stofnun sýningarrýmisins á heimili sínu var að kynna myndlist erlendra samtímalistamanna hér á landi, en þegar galleríið var stofnað var kynning erlendrar samtímalistar hérlendis mjög fátíð.

Árið 2020 var haldið upp á 40 ára afmæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra erlendu listamanna sem hafa átt verk á sýningum Gangsinsí gegnum tíðina. Að afmælisárinu loknu gáfu þau Helgi og Rakel verkin sem voru á sýningunni til Listasafns Íslands, samtals 90 listaverk eftir 68 listamenn frá 20 löndum sem Listasafn Íslands efnir nú til sýningar á. Þessi höfðinglega gjöf er mikilvæg viðbót við listaverkasafnið og þýðingarmikil heimild um framlag Gangsins til listalífsins hér á landi undanfarna fjóra áratugi.

Details

Start:
3 febrúar, 2023
End:
4 júní, 2023
Event Tags:
, ,
Website:
https://www.listasafn.is/list/syningar/gangurinn_galleri/

Venue

The National Gallery of Iceland
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website