
- This event has passed.
Gjörningaklúbburinn: Skilaboð að handan
4 mars–18 mars

Sýningin SKILABOÐ AÐ HANDAN hverfist um upptöku á miðilsfundi sem Gjörningaklúbburinn átti við Ásgrím árið 2019.
Fundurinn fór fram á fyrrum heimili Ásgríms að Bergsstaðastræti 74, sem hluti af undirbúningi fyrir einkasýningu Gjörningaklúbbsins, Vatn og blóð, sem fram fór á Listasafni Íslands 2019, og var unnin útfrá Ásgrími og list hans.
Gjörningaklúbburinn hefur á síðustu árum nýtt sér sjáendur við upphaf sköpunarferlis, aðferð sem þær kalla miðil-miðil. Þær hafa hingað til ekki opinberað miðilsfundina sjálfa en í þessu tilfelli vilja þær gefa fólki, ekki síst listafólki, kost á að komast í þessa frumheimild þar sem hún er afar mikilvæg í íslensku- og einnig alþjóðlegu samhengi.
Á sýningunni í Gallery Port mun miðilsfundurinn hljóma af vínylplötu sem gefin verður út í 30 platna upplagi ásamt nýjum vatnslitaverkum sem Gjörningaklúbburinn vinnur fyrir hvert eintak af plötunni sem öll verða sýnd á sýningunni. Hverri plötu fylgir textabók með skrásetningu á fundinum á íslensku og ensku.
Vídeóverkið Vatn og blóð, sem unnið var m.a. útfrá umræddum miðilsfundi, verður einnig hluti af sýningunni auk pappírs- og ljósa innsetningar.