Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Halldóra Emilsdóttir & Kristín Gunnlaugsdóttir: Portrett129

2 september, 20228 október, 2022

doubletrouble er heiti á listrænni samvinnu myndlistarkvennanna Halldóru Emilsdóttur og Kristínar Gunnlaugsdóttur. Báðar hafa þær unnið að myndlist frá námsárunum í MHÍ, þar sem vinátta þeirra hófst. Í upphafi 2020 eða byrjun covid, ákváðu þær að hefja samstarf í málun portrettmynda, þar sem ein byrjaði og hin tæki við. Báðar væru þær með þeim hætti höfundar verksins.

doubletrouble kemur ekki á óvart sem nafn á tvíeykinu þar sem léttleiki og húmor er einkennandi fyrir bæði vináttu og samstarf þessara vinkvenna. Gagnrýni og kröfur á listræna útkomu, án málamiðlana er sú sama hjá báðum og byggir á trausti áralangrar vináttu.

Portrettin urðu alls 129.

Venue

Listval
Hólmaslóð 6
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website