
- This event has passed.
Hambraborg Festival
26 ágúst, 2021–29 ágúst, 2021

Hamraborgin rís há og fögur og minnir á ástir og álfasögur.
Það er einungis ein alvöru borg á Íslandi og það er Hamraborgin. Á hátíðinni Hamraborg festival viljum við bjóða gestum að kynnast þessu borgarlandslagi á nýjan hátt og upplifa tónlist, leiklist, myndlist og önnur listform á sama tíma og þeir kynnast krókum og kimum Hamraborgarinnar.
Dagskrá:
Innsetningar og sýningar víðsvegar um Hamraborgina. Hægt er að nálgast kort á helstu sýningarstöðum: Midpunkt, Gerðarsafn, Catalína, Video markaðurinn og fl.
26. Ágúst
16:00: Opnun hátíðar í Midpunkt. Sýningar opna og standa yfir helgina.
16:30: Issues skapar veggjalist.
16:30: Afjúpun listaverks á Hálsatorgi.
17:00: Sumarjazz í Salnum.
18:00: Leiðsögn Styrmis Arnar um sýninguna „Hlutbundin Þrá“ í Gerðarsafni.
18:00: Tobba Marinós á bókasafninu. Náttúrulega Sætt. Fjallað um hvernig á að búa til eftirrétti og sætindi úr ávöxtum og náttúrulegri sætu.
27. Ágúst
16:00: Issues skapar veggjalist.
17:00: Hugrún Britta með tónleika á Herramenn rakarastofa.
17:00: Guðlaug Mía með listsmiðju fyrir fullorna á Gerðarsafni.
18:00 – 18:30: Flanerí #3. Ruslarenna minninganna. Ganga hefst hjá Hérðaðsskjalasafni og tekur ca 30 mín.
20:00: Tyrfingsmessa á Catalínu: Snæbjörn Brynjarsson leiðir Leikfélagkópavogs í lestur á völdum senum úr leikritum Tyrfings Tyrfingssonar.
28. Ágúst
12:00 – 18:00: Opnar vinnustofur í Auðbrekkunni.
12:00: Hringtörfrar sýna listir sínar og kennir fólki að húlla.
13:00: Sumarspírur: Listsmiðjur fyrir börn á Bókasafni Kópavogs.
14:00: Bananapökkukökur bíómynd sýnd í bílastæðakjallara undir Molanum.
15:00: Polar Institut með strengjakvartett tónleika aftan við Te og Kaffi.
17:00: L´amour Fou í Salnum.
18:00: Kamilla Einar tekur áhorfendur í labb um Hamraborgina. Mæting á Bókasafn Kópavogs.
19:00: Tónleikar á Catalínu
– Hugrún Britta
– Heather Ragnars: Each Other.
– DJ og Party.
29. Ágúst.
Innsetningar og sýningar opnar þegar sýningarstaðir opna.
– finna má kort af sýningum í Midpunkt, Gerðarsafni og öðrum sýningarstöðum.