Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Heiðrún Kristjánsdóttir: Þversagnir

4 september, 20213 október, 2021

Þversagnir: myndir úr bókum.
Góði gestur!
Ég býð þér að lesa titil á pappírsrúllu og framkalla í huga þér mynd eða hugrenningu. Þannig getum við hugsanlega leyft gamla titlinum að snerta við líðandi stund.
Titlarnir tala saman á sinn þögla hátt. Þeir eiga við rit sem tilheyra öðrum tíma en geta engu að síður tengst okkur. Þegar bækur missa sess sinn en fá samt heiðurssess sem listaverk verða þær minnisvarðar um þær þversagnir sem liggja máli og menningu til grundvallar.
Undanfarin ár hafa gamlar bækur verið mín helsta andagift og uppspretta hugmynda í myndlistinni.

Ég hef furðulegan áhuga á að koma bókum upp á vegg í umbreyttu formi, sem myndum eða nýjum hlut sem ætlað er að enduróma bókmenntaundrið mikla.

Heiðrún
__________
Verkin eru úr upprúlluðum blaðsíðum sem dýft er í í Pelikan-blek og húðaðar með örþunnu vaxi. Þau eru unnin í Reykjavík 2020.
Heiðrún Kristjánsdóttir stundaði myndlistarnám á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Hún hefur kennt myndlist í áraraðir og haldið 5 einkasýningar.

Details

Start:
4 september, 2021
End:
3 október, 2021
Event Tags:
,
Website:
https://www.facebook.com/events/547105509829116?ref=newsfeed

Venue

Hjarta Reykjavíkur
Laugavegur 12b
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website