
- This event has passed.
Hekla Björt Helgadóttir: Villiljóð
28 ágúst, 2021–10 apríl, 2022

Víðast hvar í kringum okkur leynast fíngerðir töfrar. Í klifun hversdagsleikans er auðvelt að missa sjónar á þeim, en einmitt þar liggja þeir í felum á milli ryks og skugga. Þegar síst lætur geta þeir birst okkur. Stundum eins og hugljómanir. Augnabliksvíma, fyrir óræða fegurð sem fangar hugann. Töfrarnir geta sprottið af einu orði, sýn eða skyndilegri minningu úr draumi og aðdráttaraflið tryllt eins og villtur hestur.
Villiljóð er sýning ljóðsins í þrívíðu formi. Ljóðið er unnið í formi skúlptúra og annars konar myndlistarverka til að má út mörkin á milli miðlanna.
Hekla Björt Helgadóttir (f. 1985) vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og skáld. Verk hennar eru einlæg, hnyttin og draumkennd og oft undir sterkum áhrifum frá leikhúsi og gjörningalist. Hekla hefur sett upp þónokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og gjörningaviðburðum. Einnig er hún ein af stofnendum og starfrækjendum listahópsins Kaktuss á Akureyri.
Details
- Start:
- 28 ágúst, 2021
- End:
- 10 apríl, 2022
- Event Tags:
- Hekla Björt Helgadóttir, Listasafnið á Akureyri
- Website:
- http://www.listak.is/is/syningar/naestu-syningar/hekla-bjort-helgadottir
Venue
- Listasafnið á Akureyri
-
Kaupvangsstræti 8-12
Akureyri, 600 Iceland + Google Map - View Venue Website