
- This event has passed.
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Teningar
8 október, 2021–13 nóvember, 2021

Textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir hefur nú um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn.
Á sýningunni kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum, hyllir náttúruna og söguna, umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fíngerðu bróderíi.
En sögurnar eru víðar, í gömlum myndum og heimildum, sem öðlast annað og nýtt líf. Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga, djúp jarðar og húrrandi nútímatækni stíga hér leikandi dans.
Details
- Start:
- 8 október, 2021
- End:
- 13 nóvember, 2021
- Event Tags:
- Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Listasafn Ísafjarðar
Venue
- Ísafjörður Art Museum
-
Safnahúsið Eyrartúni
Ísafjörður, 400 Iceland + Google Map - View Venue Website